Að komast í gírinn

Posted on Updated on

Guðný pakkar í töskur
Guðný pakkar í töskur.

Í fyrramálið reisum við til Friedrichshafen og Unterraderach og núna erum við á fullu að pakka og ganga frá því sem við ætlum að íþyngja okkur með. Í þessum efnum er Guðný auðvitað í aðalhlutverki, en enginn er henni snjallari í frágangi ofaní töskur. Ég sé hinsvegar um tæknihliðina og tek að mér að vera ábúðarfullur þegar þörf krefur. 🙂

Sigga Beta mín elskuleg hefur tekið að sér að aka okkur út á flugvöll eldsnemma í fyrramálið og það er ákaflega þakkarvert því það er ekki eftirlæti neins að brölta þessa leið í rútu. Og svo getur maður mætt á þeim tíma sem manni best hentar.

 

One thought on “Að komast í gírinn

    Veraldarvafstur – Staður og stund said:
    2020.03.15 kl. 12:20

    […] Ein eftirminni-legasta ferðin var farin sumarið 2006, en þá fór ég ásamt Guðnýju í mikla Evrópureisu sem hófst og endaði í Friedrichshafen í Þýskalandi og barst til Sviss, Frakklands, Ítalíu, […]

Lokað er á athugasemdir.